Stærstu evruríkin samþykkja áætlun um að styðja við hagvöxt Magnús Halldórsson skrifar 24. júní 2012 10:55 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, höfðu frumkvæði að gerð áætlunarinnar. Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande, forseti Frakklands, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hittust á vinnufundi um helgina og samþykktu áætlunina, sem embættismenn landanna höfðu unnið að síðustu vikur. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Samkvæmt frétt BBC er einkum horft til þriggja þátta með áætluninni. Í fyrsta lagi verður fjármagn Fjárfestingabanka Evrópu aukið um 10 milljarða evra, sem síðan fara í að efla fjárfestingu með lánveitingum. Í öðru lagi að nýta til fulls fjármuni sem til reiðu eru í sjóðum Evrópusambandinsins sem bundnir eru við ákveðin svæði innan Evrópu, og í þriðja lagi að fjármagna verkefni sem liggja þvert á landamæri, svo sem samgöngumannvirki, sem styrkir samkeppnishæfni álfunnar í heild og skapar atvinnu. Þá er einnig horft til fleiri þátta, svo sem skatta á fjármagnshreyfingar, sem eiga að styrkja fjárhag evruríkjanna og gera þeim mögulegt að örva hagvöxt og snúa vörn í sókn þegar kemur að fjárfestingum. Áætlunin er hugsuð til lengri tíma, en mörg verkefna munu þó fara strax af stað. Sjá má frétt BBC um þessi mál hér. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande, forseti Frakklands, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hittust á vinnufundi um helgina og samþykktu áætlunina, sem embættismenn landanna höfðu unnið að síðustu vikur. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Samkvæmt frétt BBC er einkum horft til þriggja þátta með áætluninni. Í fyrsta lagi verður fjármagn Fjárfestingabanka Evrópu aukið um 10 milljarða evra, sem síðan fara í að efla fjárfestingu með lánveitingum. Í öðru lagi að nýta til fulls fjármuni sem til reiðu eru í sjóðum Evrópusambandinsins sem bundnir eru við ákveðin svæði innan Evrópu, og í þriðja lagi að fjármagna verkefni sem liggja þvert á landamæri, svo sem samgöngumannvirki, sem styrkir samkeppnishæfni álfunnar í heild og skapar atvinnu. Þá er einnig horft til fleiri þátta, svo sem skatta á fjármagnshreyfingar, sem eiga að styrkja fjárhag evruríkjanna og gera þeim mögulegt að örva hagvöxt og snúa vörn í sókn þegar kemur að fjárfestingum. Áætlunin er hugsuð til lengri tíma, en mörg verkefna munu þó fara strax af stað. Sjá má frétt BBC um þessi mál hér.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur