Spánverjinn Roberto Soldado, leikmaður Valencia, skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið en samningurinn er til ársins 2017.
Soldado hefur verið reynst félaginu vel og verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins undanfarinn tímabil. Þessi snjalli framherji hefur áður verið á mála hjá Real Madrid, Osasuna og Getafe áður en hann gekk í raðir Valencia.
Leikmaðurinn varð markahæsti leikmaður Valencia síðastliðin tvö tímabil og því mikilvægt fyrir klúbbinn að tryggja sér þjónustu hans.

