Elín Metta: Ég var ekki fædd þegar Katrín byrjaði með landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 14:00 Elín Metta á æfingunni í gær. Mynd / Ernir Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira