Úrúgvæinn Edinson Cavani hjá Napoli segist ekki hafa hugmynd um hvar hann spili fótbolta næsta vetur en hann er orðaður við fjölmörg félög.
Hann segist vera sáttur við lífið hjá Napoli en Juventus hefur meðal annars boðið 30 milljónir evra í hann.
"Ég veit ekkert hvað er að gerast. Ég er bara að einbeita mér að þeim landsleikjum sem eru fram undan. Svo ætla ég í gott frí sem er mikilvægt," sagði Cavani.
"Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en ég hef ekki hugmynd um það."
Cavani veit ekkert hvar hann verður næsta vetur

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
