Einstakur stjarnfræðilegur atburður - Ísland á fremsta bekk Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 12:13 Síðasta þverganga Venusar átti sér stað árið 2004. mynd/AP Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér. Venus Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér.
Venus Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira