Einstakur stjarnfræðilegur atburður - Ísland á fremsta bekk Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 12:13 Síðasta þverganga Venusar átti sér stað árið 2004. mynd/AP Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér. Venus Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér.
Venus Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira