Djokovic stóðst áhlaup Tsonga og komst í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 20:36 Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fimm setta leik í París. Það var fátt sem leit út fyrir að heimamaðurinn ætti nokkuð í efsta mann heimslistans í fyrsta settinu. Því lauk 6-1 fyrir Serbann og útlitið gott hjá honum. Þá kviknaði hins vegar á Tsonga. Frakkinn vann næstu tvö sett 7-5 og 7-5 og þurfti því sigur í einu setti til viðbótar til að slá út besta tennisspilara heims fyrir framan landa sína. Það tókst honum hins vegar ekki. Litlu munaði þó í æsispennadi fjórða setti. Tsonga fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigur en Djokovic stóð pressuna og vann í oddasetti 7-6 (8-6). Í fimmta settinu var svo allur vindur úr Frakkanum og Djokovic vann settið 6-1. Leikur kappanna stóð yfir í fjórar klukkustundir og níu mínútur og var mikil skemmtun. Áhugasömum er bent á að mótið er í beinni útsendingu á Eurosport. Djokovic mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum. Federer lagði Argentínumanninn Juan Martín del Potro í mögnuðum leik. Del Potro vann fyrstu tvö settin 6-3 og 7-6 (7-4) en þá vaknaði Federer til lífsins. Hann var hreinlega óstöðvandi í þremur síðustu settunum sem hann vann 6-2, 6-0 og 6-3. Á morgun mætast Andy Murray frá Skotlandi og David Ferrer frá Spáni annars vegar og Spánverjarnir Rafael Nadal og Nicolas Almagro hins vegar í síðari viðureignunum í átta manna úrslitunum. Erlendar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fimm setta leik í París. Það var fátt sem leit út fyrir að heimamaðurinn ætti nokkuð í efsta mann heimslistans í fyrsta settinu. Því lauk 6-1 fyrir Serbann og útlitið gott hjá honum. Þá kviknaði hins vegar á Tsonga. Frakkinn vann næstu tvö sett 7-5 og 7-5 og þurfti því sigur í einu setti til viðbótar til að slá út besta tennisspilara heims fyrir framan landa sína. Það tókst honum hins vegar ekki. Litlu munaði þó í æsispennadi fjórða setti. Tsonga fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigur en Djokovic stóð pressuna og vann í oddasetti 7-6 (8-6). Í fimmta settinu var svo allur vindur úr Frakkanum og Djokovic vann settið 6-1. Leikur kappanna stóð yfir í fjórar klukkustundir og níu mínútur og var mikil skemmtun. Áhugasömum er bent á að mótið er í beinni útsendingu á Eurosport. Djokovic mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum. Federer lagði Argentínumanninn Juan Martín del Potro í mögnuðum leik. Del Potro vann fyrstu tvö settin 6-3 og 7-6 (7-4) en þá vaknaði Federer til lífsins. Hann var hreinlega óstöðvandi í þremur síðustu settunum sem hann vann 6-2, 6-0 og 6-3. Á morgun mætast Andy Murray frá Skotlandi og David Ferrer frá Spáni annars vegar og Spánverjarnir Rafael Nadal og Nicolas Almagro hins vegar í síðari viðureignunum í átta manna úrslitunum.
Erlendar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira