Djokovic stóðst áhlaup Tsonga og komst í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 20:36 Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fimm setta leik í París. Það var fátt sem leit út fyrir að heimamaðurinn ætti nokkuð í efsta mann heimslistans í fyrsta settinu. Því lauk 6-1 fyrir Serbann og útlitið gott hjá honum. Þá kviknaði hins vegar á Tsonga. Frakkinn vann næstu tvö sett 7-5 og 7-5 og þurfti því sigur í einu setti til viðbótar til að slá út besta tennisspilara heims fyrir framan landa sína. Það tókst honum hins vegar ekki. Litlu munaði þó í æsispennadi fjórða setti. Tsonga fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigur en Djokovic stóð pressuna og vann í oddasetti 7-6 (8-6). Í fimmta settinu var svo allur vindur úr Frakkanum og Djokovic vann settið 6-1. Leikur kappanna stóð yfir í fjórar klukkustundir og níu mínútur og var mikil skemmtun. Áhugasömum er bent á að mótið er í beinni útsendingu á Eurosport. Djokovic mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum. Federer lagði Argentínumanninn Juan Martín del Potro í mögnuðum leik. Del Potro vann fyrstu tvö settin 6-3 og 7-6 (7-4) en þá vaknaði Federer til lífsins. Hann var hreinlega óstöðvandi í þremur síðustu settunum sem hann vann 6-2, 6-0 og 6-3. Á morgun mætast Andy Murray frá Skotlandi og David Ferrer frá Spáni annars vegar og Spánverjarnir Rafael Nadal og Nicolas Almagro hins vegar í síðari viðureignunum í átta manna úrslitunum. Erlendar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fimm setta leik í París. Það var fátt sem leit út fyrir að heimamaðurinn ætti nokkuð í efsta mann heimslistans í fyrsta settinu. Því lauk 6-1 fyrir Serbann og útlitið gott hjá honum. Þá kviknaði hins vegar á Tsonga. Frakkinn vann næstu tvö sett 7-5 og 7-5 og þurfti því sigur í einu setti til viðbótar til að slá út besta tennisspilara heims fyrir framan landa sína. Það tókst honum hins vegar ekki. Litlu munaði þó í æsispennadi fjórða setti. Tsonga fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigur en Djokovic stóð pressuna og vann í oddasetti 7-6 (8-6). Í fimmta settinu var svo allur vindur úr Frakkanum og Djokovic vann settið 6-1. Leikur kappanna stóð yfir í fjórar klukkustundir og níu mínútur og var mikil skemmtun. Áhugasömum er bent á að mótið er í beinni útsendingu á Eurosport. Djokovic mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum. Federer lagði Argentínumanninn Juan Martín del Potro í mögnuðum leik. Del Potro vann fyrstu tvö settin 6-3 og 7-6 (7-4) en þá vaknaði Federer til lífsins. Hann var hreinlega óstöðvandi í þremur síðustu settunum sem hann vann 6-2, 6-0 og 6-3. Á morgun mætast Andy Murray frá Skotlandi og David Ferrer frá Spáni annars vegar og Spánverjarnir Rafael Nadal og Nicolas Almagro hins vegar í síðari viðureignunum í átta manna úrslitunum.
Erlendar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira