CCP hefur átt velgengni að fagna á E3 ráðstefnunni (e. The Electronic Entertainment Expo) en hún fer nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu tvær nýjungar, skotleikinn DUST 514 sem og nýjustu viðbótina við EVE Online, Inferno.
Leikjavefsíðan IGN, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur nú valið DUST 514 sem einn af bestu leikjum ráðstefnunnar.
Þannig stillir DUST 514 sér upp við leiki á borð við: Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4. Talið er að sá síðastnefndi verði einn stærsti tölvuleikur ársins.

Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir DUST 514 sem frumsýnt var á E3 hér fyrir ofan.