Peningamálin eiga að vera „fyrsta og síðasta mál allra funda“ Magnús Halldórsson skrifar 7. júní 2012 14:30 Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Sjá meira
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Sjá meira