Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2012 11:15 Sterkir geislar sólar, þegar UV-stuðull fer yfir 5, eru 25 mínútur að brenna viðkvæma húð. Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. Þannig gerir langatímaspá norska veðurvefjarins yr.no ráð fyrir heiðskírum himni um allt Ísland fram yfir næstu helgi og ekki er að sjá neina úrkomu í kortunum næstu tíu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um þetta á veðurbloggi sínu og telur ástæðu til að vara landsmenn við sterku sólskininu. Þannig hafi hann séð í gær í sundlauginni á Hellu að ansi margir voru orðnir með bleikar bringur og hálsa eftir sólina. Loftið sé bæði tært og nánast heiðríkja víðast á landinu. Einar segir frá mælingum á útfjólubláum geislum sólar og þær hafi sýnt UV-stuðulinn 5,4 í Skorradal í gær og í Reykjavík hafi inngeislun sólar mælst 730-740 wött á fermetra. "Hvoru tveggja eru þetta háar tölur, en alls ekkert einsdæmi. Eigum við ekki að segja að geislun sólar sé nálægt því að vera eins mikil og hún getur orðið síðla vors nokkru fyrir sumarsólstöður," segir Einar og vitnar í lækna hjá Húðlæknastöðinni: "Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson ráðleggja fólki með venjulega húð að vera ekki lengur í sólinni án sólvarnar en að hámarki í 60 mínútur þegar UV-stuðullinn nær gildinu 5 og fólki með viðkvæma húð ekki lengur en í 25 mínútur." Einar segir að á næstunni sé allt útlit fyrir sterkt sólskin flesta daga og frá morgni til kvölds. Spáin geri ráð fyrir því að lítið verði um ský hér við land fram á laugardag eða sunnudag. Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. Þannig gerir langatímaspá norska veðurvefjarins yr.no ráð fyrir heiðskírum himni um allt Ísland fram yfir næstu helgi og ekki er að sjá neina úrkomu í kortunum næstu tíu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um þetta á veðurbloggi sínu og telur ástæðu til að vara landsmenn við sterku sólskininu. Þannig hafi hann séð í gær í sundlauginni á Hellu að ansi margir voru orðnir með bleikar bringur og hálsa eftir sólina. Loftið sé bæði tært og nánast heiðríkja víðast á landinu. Einar segir frá mælingum á útfjólubláum geislum sólar og þær hafi sýnt UV-stuðulinn 5,4 í Skorradal í gær og í Reykjavík hafi inngeislun sólar mælst 730-740 wött á fermetra. "Hvoru tveggja eru þetta háar tölur, en alls ekkert einsdæmi. Eigum við ekki að segja að geislun sólar sé nálægt því að vera eins mikil og hún getur orðið síðla vors nokkru fyrir sumarsólstöður," segir Einar og vitnar í lækna hjá Húðlæknastöðinni: "Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson ráðleggja fólki með venjulega húð að vera ekki lengur í sólinni án sólvarnar en að hámarki í 60 mínútur þegar UV-stuðullinn nær gildinu 5 og fólki með viðkvæma húð ekki lengur en í 25 mínútur." Einar segir að á næstunni sé allt útlit fyrir sterkt sólskin flesta daga og frá morgni til kvölds. Spáin geri ráð fyrir því að lítið verði um ský hér við land fram á laugardag eða sunnudag.
Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira