Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá FC Bayern er mikill aðdáandi þjálfarans José Mourinho og vonast til þess að hann muni einn daginn þjálfa Bayern.
"Ég verð að viðurkenna að mér finnst Mourinho vera frábær þjálfari. Hann er maður sem nær árangri og myndi klárlega gera það hjá Bayern," sagði Schweinsteiger.
"Ég myndi styðja það að Bayern reyndi að fá Mourinho ef félagið væri að leita sér að þjálfara."
Mourinho er þó ekki á förum frá Real Madrid sem stendur og flestir spá þvi að hann fari ekki þaðan fyrr en Sir Alex Ferguson stendur loks upp úr stólnum hjá Man. Utd.
Áskorunin að taka við af sigursælasta stjóra allra tíma á Englandi er sögð heilla Mourinho mikið.
Schweinsteiger dreymir um að fá Mourinho til Bayern

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
