Barcelona hefur staðfest að Brasilíumaðurinn Dani Alves sé viðbeinsbrotinn og verði frá næstu tvo mánuðina. Hann gekkst undir aðgerð í dag.
Alves mun því missa af úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar þann 25. maí en þá mætir Barcelona liði Athletic Bilbao.
Hann meiddist á æfingu í morgun og var sendur í aðgerð stuttu eftir að læknisskoðun leiddi í ljós hversu alvarleg meiðslin væru.
Alves mun geta byrjað að æfa á ný í júlí en þá hefst undirbúningur Barcelona fyrir nýtt tímabil.
Alves missir af úrslitaleiknum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti




„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

