Afar óskynsamlegt að ráðast í framkvæmdir meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 17:44 Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira