Afar óskynsamlegt að ráðast í framkvæmdir meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 17:44 Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira