Juventus tryggði sér í kvöld meistaratitilinn á Ítalíu með 2-0 sigri á Cagliari. Á sama tíma hafði Inter betur gegn AC Milan í grannaslag liðanna.
Þökk sé tapi AC Milan dugði Juventus sigur í sínum leik til að tryggja sér titilinn. Fögnuður leikmanna var því mikill í leikslok.
Juventus hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu en liði mætir Atalanta í lokaumferð tímabilsins um næstu helgi. Liðið hefur unnið 22 leiki til þessa og gert fimmtán jafntefli.
Þetta er í fyrsta sinn sem Juventus verður meistari síðan að titilinn var tekinn af liðinu vegna veðmálahneykslisins sem skók ítalska knattspyrnu árið 2006.
AC Milan er í öðru sæti deildarinnar en tvö efstu liðin voru fyrir löngu búin að stinga önnur af. Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk liðsins í 4-2 tapi fyrir Inter.
Diego Milito skoraði þrennu fyrir Inter og Maicon það fjórða.
Udinese er í þriðja sæti með 61 stig eftir 2-0 sigur á Genoa og stendur því vel að vígi í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lazio kemur næst með 59 stig og Napoli og Inter eru með 58 stig.
Úrslit dagsins:
Siena - Parma 0-2
Atalanta - Lazio 0-2
Udinese - Genoa 2-0
Bologna - Napoli 2-0
Palermo - Chievo 4-4
Novara - Cesena 3-0
Inter - AC Milan 4-2
Cagliari - Juventus 0-2
Juventus meistari á Ítalíu | Inter vann borgarslaginn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn