Draghi: Það verður engin lausafjárþurrð í Evrópu 25. apríl 2012 12:30 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að engin lausafjárþurrð muni koma upp í Evrópu og að bankarnir séu ekki farnir að draga úr lánum vegna hræðslu við lausafjárþurrð. Draghi segir, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, að vopnin séu nú í höndum ríkisstjórna að banka, þegar kemur að því að styrkja stöðu fjármálakerfisins á evrusvæðinu. Draghi segir að enn hafi ekki komið fram skýr merki um að niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórna í Evrópu hafi skilað árangri. „Við erum bara hálfnuð á leiðinni yfir ána, og stöndum í henni miðri,“ sagði Draghi í umræðum um efnahagsmál á Evrópuþinginu í dag. Draghi sagði nýjustu mælingar sýna að 9 prósent af bönkum á evrusvæðinu, sem eru 131, hafa takmarkað útlán til þess að styrkja lausafjárstöðuna. Draghi sagði allt snúast um úthald, þ.e. að stjórnmálamenn hefðu trú á langtímaáætlunum og ynnu eftir þeim. Það myndi að lokum virka, þrátt fyrir að slæm hagvaxtarskilyrði í augnablikinu, en þýsk stjórnvöld tilkynntu um það í dag að hagvöxtur í Þýskalandi yrði um 0,7 prósent á þessu ári samanborið við 3 prósent í fyrra. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að engin lausafjárþurrð muni koma upp í Evrópu og að bankarnir séu ekki farnir að draga úr lánum vegna hræðslu við lausafjárþurrð. Draghi segir, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, að vopnin séu nú í höndum ríkisstjórna að banka, þegar kemur að því að styrkja stöðu fjármálakerfisins á evrusvæðinu. Draghi segir að enn hafi ekki komið fram skýr merki um að niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórna í Evrópu hafi skilað árangri. „Við erum bara hálfnuð á leiðinni yfir ána, og stöndum í henni miðri,“ sagði Draghi í umræðum um efnahagsmál á Evrópuþinginu í dag. Draghi sagði nýjustu mælingar sýna að 9 prósent af bönkum á evrusvæðinu, sem eru 131, hafa takmarkað útlán til þess að styrkja lausafjárstöðuna. Draghi sagði allt snúast um úthald, þ.e. að stjórnmálamenn hefðu trú á langtímaáætlunum og ynnu eftir þeim. Það myndi að lokum virka, þrátt fyrir að slæm hagvaxtarskilyrði í augnablikinu, en þýsk stjórnvöld tilkynntu um það í dag að hagvöxtur í Þýskalandi yrði um 0,7 prósent á þessu ári samanborið við 3 prósent í fyrra.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira