Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Alessandro Nesta, varnarmaður AC Milan, íhugi það að ganga til liðs við bandaríska knattspyrnufélagið New York Red Bulls.
Að sögn football-italia vefmiðilsins hefur Nesta afþakkað framlengingu á samningi sínum hjá Mílanó liðinu. Þá var varnarmaðurinn 32 ára orðaður við Juventus á dögunum en hann hefur einnig neitað áhuga á að ganga til liðs við félagið.
Varnarmaðurinn hefur spilað með AC Milan frá árinu 2002 þegar hann gekk til liðs við félagið frá Lazio. Á sigursælum ferli hefur hann meðal annars orðið heimsmeistari með Ítalíu 2006, Evrópumeistari með Mílanó-liðinu 2007 auk þess að verða þrívegis ítalskur meistari.
Nesta gæti því orðið liðsfélagi Guðlaugs Victors Pálssonar og Thierry Henry hjá Red Bulls liðinu í sumar. Félaginu hefur gengið illa framan af tímabilinu vestanhafs og ljóst að koma ítalska varnarmannsins yrði hvalreki fyrir félagið.
Nesta orðaður við Guðlaug Victor og félaga
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn