Fabio Simplicio var hetja Roma þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Napolí í leik kvöldsins í efstu deild ítalska boltans. Simplicio jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok.
Marquinho kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks og Roma leiddi í leikhléi. Juan Zuniga og Edison Cavani komu gestunum yfir í síðari hálfleik og allt stefndi í sigur þeirra.
Simplicio var á öðru máli og tryggði Roma mikilvægt stig í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni.
Napolí er í 3. sæti deildarinnar með 55 stig. Liðið hefur betra markahlutfall en Lazio sem á leik til góða gegn Udinese á morgun.
Roma er í 7. sæti deildarinnar með 51. stig.
