Segja Breivik vera ímyndunarveikan 18. apríl 2012 11:21 Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur neitað að svara mörgum spurningum saksóknara í dag á þriðja þegi réttarhaldanna yfir honum. Breivik hefur verið þráspurður um tengsl hans við öfgahópa og fólk með svipaðar skoðanir og hann en hann hefur áður sagst tilheyra hópi manna sem kenni sig við Musterisriddarana. Rannsóknir norsku lögreglunnar benda þó eindregið til þess að samtökin séu hugarburður Breiviks og hafa spurningar saksóknara miðað að því að afhjúpa fullyrðingar hans sem lýgi. Andrúmsloftið í réttarsalnum hefur í dag verið mun spennuþrungnara og Breivik, sem hingað til hefur virst yfirvegaður, virðist nú mun óöruggari í tilsvörum. Hann hefur einnig neitað að svara mörgum spurningum sem að honum hefur veið beint og segir að þær miði að því að gera lítið úr sér. Það sem þó hefur komið fram í máli hans er að hann segist hafa hitt serbneskan þjóðernissina í ferð sinni til Líberíu 2001. Sá á að vera einn af stofnendum Musterisriddara reglunnar. Þá segist hann hafa hitt Englending í London á svipuðum tíma sem hann kallar læriföður sinn. Sá á að hafa gengið undir dulnefninu Ríkharður Ljónshjarta en sjálfur segist Breivik hafa verið kallaður Sigurður Krossfari eftir norskum stríðskonungi frá tólftu öld. Breivik heldur því fram að hann hafi gengið í gegnum viðamikil próf til þess að fá aðild að félagsskapnum. Eins og áður sagði leggur saksóknarinn engan trúnað á þessar fullyrðingar Breiviks og heldur hann því fram að morðinginn sé haldinn ímyndunarveiki á háu stigi. Búist er við því að vitnaleiðslur yfir Breivik taki tvo daga til viðbótar. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur neitað að svara mörgum spurningum saksóknara í dag á þriðja þegi réttarhaldanna yfir honum. Breivik hefur verið þráspurður um tengsl hans við öfgahópa og fólk með svipaðar skoðanir og hann en hann hefur áður sagst tilheyra hópi manna sem kenni sig við Musterisriddarana. Rannsóknir norsku lögreglunnar benda þó eindregið til þess að samtökin séu hugarburður Breiviks og hafa spurningar saksóknara miðað að því að afhjúpa fullyrðingar hans sem lýgi. Andrúmsloftið í réttarsalnum hefur í dag verið mun spennuþrungnara og Breivik, sem hingað til hefur virst yfirvegaður, virðist nú mun óöruggari í tilsvörum. Hann hefur einnig neitað að svara mörgum spurningum sem að honum hefur veið beint og segir að þær miði að því að gera lítið úr sér. Það sem þó hefur komið fram í máli hans er að hann segist hafa hitt serbneskan þjóðernissina í ferð sinni til Líberíu 2001. Sá á að vera einn af stofnendum Musterisriddara reglunnar. Þá segist hann hafa hitt Englending í London á svipuðum tíma sem hann kallar læriföður sinn. Sá á að hafa gengið undir dulnefninu Ríkharður Ljónshjarta en sjálfur segist Breivik hafa verið kallaður Sigurður Krossfari eftir norskum stríðskonungi frá tólftu öld. Breivik heldur því fram að hann hafi gengið í gegnum viðamikil próf til þess að fá aðild að félagsskapnum. Eins og áður sagði leggur saksóknarinn engan trúnað á þessar fullyrðingar Breiviks og heldur hann því fram að morðinginn sé haldinn ímyndunarveiki á háu stigi. Búist er við því að vitnaleiðslur yfir Breivik taki tvo daga til viðbótar.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira