Messi bætti met og Barcelona komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 13:11 Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira