Messi bætti met og Barcelona komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 13:11 Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira
Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira