Ástæðan fyrir heimsókn Van Bommel var þó örugglega ekki að njósna um Börsunga heldur að verða við óskum tveggja sona sinna sem vildu endilega fá að sjá stjörnur Barcelona-liðsins í návígi.
Mark van Bommel er giftur Andra sem er dóttir Bert van Marwijk, landsliðsþjálfar Hollendinga. Þau eiga saman þrjú börn, dótturina Renée og synina Thomas og Ruben.
Thomas og Ruben mættu báðir í Barcelona-treyjum á æfinguna þrátt fyrir að faðir þeirra hafi ekki spilað með Barcelona í sex ár og sé að reyna að hjálpa til við að slá liðið út úr Meistaradeildinni.

Hér fyrir ofan má sjá myndir af æfingu Barcelona og þar má sjá Mark van Bommel og syni hans íklædda Barcelona-treyjum. Þeir sjást fyrst eftir að um 45 sekúndur eru liðnar af myndbandinu.