Antonio Conte, þjálfari Juventus, var rekinn upp í stúku í leiknum gegn Bologna í vikunni og var í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Það er hann ekki alls kostar sáttur við.
Hann er fyrir vikið farinn í fjölmiðlabann og þess utan hefur hann skipað leikmönnum að tala ekki við neina fjölmiðlamenn.
Það er alls herjar fjölmiðlabann nema aðstoðarþjálfarinn, Angelo Alessio, má tala við fjölmiðla.
"Rauða spjaldið sem Conte fékk var ósanngjarnt. Hann fer aldrei yfir strikið á hliðarlínunni," sagði aðstoðarþjálfarinn.
Conte og leikmenn Juve í fjölmiðlabanni
