Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttamaðurinn efnilegi úr ÍR, stóð sig vel á móti í Vaxjö í Svíþjóð um helgina. Hilmar Örn hafnaði í 4. sæti í kringlukasti í dag og 2. sæti í kúluvarpi í gær.
Hilmar Örn, sem er á sextánda aldursári, kastaði kringlunni 41,24 metra sem er hans besti árangur með 1,5 kg kringlu. Í gær flaug kúlan 16,13 metra en hann á best 16,28 metra með 5 kg kúlu.
Það er afreksþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson sem hefur veg og vanda af mótinu í Svíþjóð.
Nánar er fjallað um árangur Hilmars á heimasíðu ÍR. Sjá hér.
Hilmar Örn kastaði vel í Svíþjóð
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
