Isinbayeva þurfti aðeins tvö stökk til að tryggja sér gullið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 09:15 Isinbayeva gaf sér tíma til að sinna aðdáendum sínum í Istanbúl í gær. Nordic Photos / Getty Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri. Erlendar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira
Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri.
Erlendar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira