Sport

Atli og Snjólaug sigursæl á Meistaramóti BH

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Snjólaug er langefst á styrkleikalista kvenna með 1620 stig.
Snjólaug er langefst á styrkleikalista kvenna með 1620 stig. Mynd / Badminton.is
Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir úr TBR unnu tvenn gullverðlaun á Meistaramóti Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem fram fór um helgina.

Atli lagði Birki Stein Erlingsson, kollega sinn úr TBR, í úrslitum í meistaraflokki karla í tveimur lotum 21-16 og 21-15. Atli vann ásamt bróður sínum Helga sigur í tvíliðaleik. Bræðurnir lögðu Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen úr TBR í tveimur lotum 21-14 og 21-19.

Í kvennaflokki lagði Sigurlaug Jóhannsdóttir Margréti systur sína í úrslitaleik 21-14 og 21-13. Í tvíliðaleik kvenna höfðu Sigurlaug og Karitas Ósk Ólafsdóttir betur gegn Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur úr TBR 21-17 og 21-17.

Meistaramótið er hluti af Varðamótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista. Næst verður keppt í KR-heimilinu um næstu helgi.

Styrkleikalista badminstonsambandsins má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×