Sport

Helga Margrét stórbætti árangur sinn í kúluvarpi

Helga Margrét Þorsteinsdótti, sjöþrautarkonan úr Ármanni, bætti sig töluvert í kúluvarpi um helgina.
Helga Margrét Þorsteinsdótti, sjöþrautarkonan úr Ármanni, bætti sig töluvert í kúluvarpi um helgina.
Helga Margrét Þorsteinsdótti, sjöþrautarkonan úr Ármanni, bætti sig töluvert í kúluvarpi um helgina á alþjóðlegu móti, World Indoor Throwing, sem fram fór í Växjö í Svíþjóð um helgina. Helga kastaði 15.33 metra en besti árangur hennar í greininni var 15.01 metrar. Helga setti jafnframt Íslandsmet í flokki ungkvenna, 20-22 ára.

Helga nálgast Íslandsmetið í greininni en Guðrún Ingólfsdóttir úr KR á Íslandsmetið innahúss sem er 15.64 metrar. Helga endaði í þriðja sæti í kúluvarpinu á mótinu en Catarina Andersson frá Svíþjóð sigraði.

Þetta var lokakeppnin hjá Helgu á innahússtímabilinu en hún fer þann 20. mars í æfingabúðir í Ástralíu þar sem hún ætlar að gera atlögu að Ólympíulágmarkinu í sjöþraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×