Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 15. mars 2012 10:45 myndir/sigurjón ragnar Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í gær.Skoða myndirnar hér. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaun en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna. Að þessu sinni hlaut áfangaheimilið Dyngjan Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Dyngjan hefur starfað síðan 1988. Hlutverk Dyngjunnar er að veita konum sem koma úr áfengis- og vímuefnameðferð samastað meðan þær koma undir sig fótum í nýju lífi. Dyngjan hefur reynst mörgum konum mikilvægur áfangastaður en á dvalartíma sínum fá þær svigrúm til að breyta og byggja upp allsgáðan ábyrgan lífsstíl. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlauna voru Frú Ragnheiður, heilsugæsluþjónusta fyrir jaðarhópa, og Vinafjölskyldur sem er verkefni sem stuðlar að því að erlendar fjölskyldur séu virkar í skólastarfi. Hvunndagshetja ársins 2012 er Pauline McCarthy, sem er jafnan tilbúin að leggja góðum málefnum lið. Auk þess að vinna sjálfboðastörf bæði fyrir Rauða krossinn og Mæðrastyrksnefnd hefur hún opnað heimili sitt þeim sem eru einir á jólum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Árni Stefán Árnason, lögfræðingur með dýrarétt að sérsviði, og Gróa Gunnarsdóttir, leikskólakennari á leikstofu Barnaspítala Hringsins. Verðlaun í þessum flokki fékk Bandalag íslenskra skáta, sem hefur að leiðarljósi að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir samfélagsþegnar. Skátahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki sem valkostur í frístundastarfi barna og ungmenna.myndir/sigurjón ragnar Menning Skroll-Lífið Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í gær.Skoða myndirnar hér. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaun en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna. Að þessu sinni hlaut áfangaheimilið Dyngjan Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Dyngjan hefur starfað síðan 1988. Hlutverk Dyngjunnar er að veita konum sem koma úr áfengis- og vímuefnameðferð samastað meðan þær koma undir sig fótum í nýju lífi. Dyngjan hefur reynst mörgum konum mikilvægur áfangastaður en á dvalartíma sínum fá þær svigrúm til að breyta og byggja upp allsgáðan ábyrgan lífsstíl. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlauna voru Frú Ragnheiður, heilsugæsluþjónusta fyrir jaðarhópa, og Vinafjölskyldur sem er verkefni sem stuðlar að því að erlendar fjölskyldur séu virkar í skólastarfi. Hvunndagshetja ársins 2012 er Pauline McCarthy, sem er jafnan tilbúin að leggja góðum málefnum lið. Auk þess að vinna sjálfboðastörf bæði fyrir Rauða krossinn og Mæðrastyrksnefnd hefur hún opnað heimili sitt þeim sem eru einir á jólum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Árni Stefán Árnason, lögfræðingur með dýrarétt að sérsviði, og Gróa Gunnarsdóttir, leikskólakennari á leikstofu Barnaspítala Hringsins. Verðlaun í þessum flokki fékk Bandalag íslenskra skáta, sem hefur að leiðarljósi að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir samfélagsþegnar. Skátahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki sem valkostur í frístundastarfi barna og ungmenna.myndir/sigurjón ragnar
Menning Skroll-Lífið Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira