Fótbolti

Juventus skoraði fimm mörk á útivelli og vann langþráðan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mirko Vucinic lék vel í kvöld.
Mirko Vucinic lék vel í kvöld. Mynd/AP
Juventus minnkaði forskot AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig eftir 5-0 stórsigur á Fiorentina á útivelli. Þetta var langþráður sigur hjá Juventus-liðinu sem var búið að gera fimm jafntefli í röð og alls sjö jafntefli í síðustu átta leikjum.

Mirko Vucinic kom Juventus í 1-0 á 15. mínútu og sex mínútum síðar fékk Fiorentina-maðurinn Alessio Cerci beint rautt spjald. Arturo Vidal kom Juventus í 2-0 á 27.mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Claudio Marchisio (55.mínúta), Andrea Pirlo (67. mín) og Simone Padoin (72. mín) bættu við mörkum í seinni hálfleiknum en Mirko Vucinic lagði upp tvö þeirra.

Þetta er það langmesta sem Juventus hefur skorað í einum leik á tímabilinu en liðið hafði skorað samanlagt fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum á undan þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×