Herbert Guðmundsson söngvari og Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, voru í dag dæmd til að greiða húsfélagi 3,6 milljónir króna vegna vangoldinna hússjóðsgjalda. Hæstiréttur kvað upp dóminn í dag og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sama efnis, sem kveðinn var upp 25. júní 2010.
Málið snerust um framkvæmdir sem gerðar voru á raðhúsalengju í Prestbakka í Breiðholti. Húsfélagið taldi að Herberti og Svölu bæri að taka þátt í kostnaði vegna framkvæmdanna en þau voru ósammála því. Húsfélagið stefndi þeim því og féllst dómur á kröfu þess.