Mario Balotelli, framherji Man. City, var ekki valinn í ítalska landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn gegn Bandaríkjunum í síðustu viku og er ekki par sáttur við það.
Cesare Prandelli landsliðsþjálfari sagðist hafa áhyggjur af andlegu ástandi leikmannsins sem hefur þrisvar sinnum fengið að líta rauða spjaldið í búningi City.
"Mér leið illa yfir því að vera ekki valinn því ég er alltaf mjög stoltur af því að spila fyrir Ítalíu," sagði ólátabelgurinn Balotelli.
"Það eru ákveðnar reglur í landsliðinu sem ég skil og ber virðingu fyrir en mér fannst ég samt ekki eiga skilið að vera skilinn eftir."
