Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2012 16:15 Nigel Quashie ræðir við Alan Curbishley, þáverandi stjóra West Ham, árið 2007. Nordic Photos / Getty Images Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi. „Nigel er búinn að fá sig fullsaddan af enskum fótbolta og er hrifinn af því uppbyggingarstarfi sem er hjá ÍR," sagði Hallgrímur en vildi ekki fara nánar út í hvernig það kom til að hann rak á fjörur ÍR-inga. „Það var með krókaleiðum eins og venjulega gerist í þessum heimi." Quashie er 33 ára gamall, fæddur árið 1978. Hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1995 hjá QPR en spilaði einnig með Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons. Hann sneri aftur til QPR í janúar 2010 en fór frá félaginu um vorið. Hann á einnig fjórtán leiki að baki með skoska landsliðinu. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Quashie en hann vonast til að geta spilað með ÍR í sumar. „Það eru tvö ár síðan hann var síðast meiddur en það er verið að athuga þessi mál," segir Hallgrímur en Quashie mun einnig sinna þjálfun hjá ÍR, bæði sem aðstoðarmaður Andra Marteinssonar þjálfara og í nýstofnuðum afreksskóla ÍR. „Í kvöld verður skrifað undir samninga við fyrstu átta leikmennina í skólanum. Þetta er er afreksskóli sem er stofnaður af knattspyrnudeildinni en það er þjálfararáð sem sér um að velja leikmenn í hann. Til greina koma bæði strákar og stelpur flestir úr 2. og 3. flokki," segir Hallgrímur. „Með þessu viljum við sýna okkar ungu leikmönnum að það sé hugur í félaginu. Þarna fá þau aukaþjálfun og komið verður inn á styrktarþjálfun, tækniþjálfun, næringarfræði og sálfræði. Næst verður svo að koma á samstarfi við framhaldsskóla. Við viljum gera meira fyrir unga leikmenn heldur að láta þá bara mæta á æfingar." ÍR varð í níunda sæti í 1. deildinni í fyrra en ljóst er að með tilkomu Quashie og stofnun afreksskólans hefur félagið sett markið hátt. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi. „Nigel er búinn að fá sig fullsaddan af enskum fótbolta og er hrifinn af því uppbyggingarstarfi sem er hjá ÍR," sagði Hallgrímur en vildi ekki fara nánar út í hvernig það kom til að hann rak á fjörur ÍR-inga. „Það var með krókaleiðum eins og venjulega gerist í þessum heimi." Quashie er 33 ára gamall, fæddur árið 1978. Hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1995 hjá QPR en spilaði einnig með Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons. Hann sneri aftur til QPR í janúar 2010 en fór frá félaginu um vorið. Hann á einnig fjórtán leiki að baki með skoska landsliðinu. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Quashie en hann vonast til að geta spilað með ÍR í sumar. „Það eru tvö ár síðan hann var síðast meiddur en það er verið að athuga þessi mál," segir Hallgrímur en Quashie mun einnig sinna þjálfun hjá ÍR, bæði sem aðstoðarmaður Andra Marteinssonar þjálfara og í nýstofnuðum afreksskóla ÍR. „Í kvöld verður skrifað undir samninga við fyrstu átta leikmennina í skólanum. Þetta er er afreksskóli sem er stofnaður af knattspyrnudeildinni en það er þjálfararáð sem sér um að velja leikmenn í hann. Til greina koma bæði strákar og stelpur flestir úr 2. og 3. flokki," segir Hallgrímur. „Með þessu viljum við sýna okkar ungu leikmönnum að það sé hugur í félaginu. Þarna fá þau aukaþjálfun og komið verður inn á styrktarþjálfun, tækniþjálfun, næringarfræði og sálfræði. Næst verður svo að koma á samstarfi við framhaldsskóla. Við viljum gera meira fyrir unga leikmenn heldur að láta þá bara mæta á æfingar." ÍR varð í níunda sæti í 1. deildinni í fyrra en ljóst er að með tilkomu Quashie og stofnun afreksskólans hefur félagið sett markið hátt.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira