Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð 23. febrúar 2012 10:25 Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. Í bréfunum eru berorðar kynlífslýsingar frá Jóni Baldvini, en fyrstu bréfin bárust Guðrúnu, sem er systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, þegar hún var tíu ára gömul. Síðustu bréfin bárust henni til Venesúela þegar hún var 16 og 17 ára gömul og segir Guðrún að hún hafi orðið verulega hrædd þegar þau bárust. Í þeim eru berorðar kynlífslýsingar frá Jóni Baldvini og leggur hann hart að henni að koma í heimsókn til Washington þar sem hann var sendiherra. Þá reyndi hann að fá að koma í heimsókn til hennar til Venesúela en Guðrún segir að sér hafi tekist að ljúga því að honum að skiptinemar mættu ekki fá heimsóknir. Jón Baldvin hafi trúað því. Í viðtalinu við Nýtt líf segir Guðrún að Jón Baldvin hafi dekrað hana sem barn og komið fram við hana sem prinsessu. Fyrstu bréfin sendi hann henni heim til sín þegar hún var um tíu ára og segist hún muna eftir að hafa flissað yfir þeim með systrum sínum. Þeim hafi fundist þau einkennileg. Hún segir hinsvegar að bréfin hafi farið að verða skrýtin þegar hann fór að biðja hana um að segja engum frá þeim. Þá tók hann upp á því að senda henni bréfin í skólann. Guðrún var þá í Melaskóla. Guðrún segist yfirleitt aldrei hafa svarað bréfum Jóns utan einu sinni. Þá hafi hann kvartað til baka og sagt að hún væri ekki nógu persónuleg.Brjálæðislega hrædd Árið 2001 sendir Jón bréf til Venesúela en þá var hann staddur í Tallin í Eistlandi. Guðrún segir að þá hafi hún orðið hrædd. „Í þessu bréfi talar hann um mig og hórur í sömu andrá. Í öðru bréfi lýsir hann kynlífi með konunni sinni, sem kemur mér ekkert við." Guðrún segist hafa orðið „brjálæðislega hrædd" og þá hafi hún fyrst trúað einhverjum fyrir því að þetta væri vandamál. Hún sagði skiptinemafjölskyldu sinni í Venesúela frá bréfunum. Þegar hún kom heim til Íslands fékk fjölskylda hennar að heyra af ásökunum á meintum brotum Jóns Baldvins. Guðrún segir í viðtalinu við Nýtt líf að yngri dætur Jóns hafi ávallt hamrað „á því við mig að hann væri saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Aldís, elsta dóttirin hefur reyndar staðið með mér eins og klettur." Hún ákvað að kæra Jón Baldvin til lögreglunnar en málinu lauk hinsvegar með ákvörðun ríkissaksóknara um að fella málið niður, meðal annars á þeim grundvelli að Guðrún hafi verið stödd í öðru landi þegar bréfin bárust. „Niðurstaða ríkissaksóknara, að fella málið niður, vegur jafnt þungt og veldur mér jafnmikilli reiði og málið sjálft." Tengdar fréttir Þóra: Umfjöllunin krafðist ekki skýringa Jóns Baldvins Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs Lífs segir að umfjöllun nýjasta tölublaðsins er varðar Jón Baldvin Hannibalsson og bréfaskriftir hans til unglingsstúlku, byggi á gögnum úr lögreglumáli, meðal annars bréfum sem hann hefur gengist við að hafa ritað. Umfjöllunin hafi því að hennar mati ekki krafist viðbragða af hans hálfu. 23. febrúar 2012 09:14 "Maladomestica 10 punktar“ Blaðamaður hringdi og sagðist hafa fyrir því heimildir að á morgun (23. feb. '12), birtist viðtal í Nýju lífi, þar sem ég væri borinn alvarlegum sökum um meinta "kynferðislega áreitni" við stúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar. 23. febrúar 2012 06:00 Jón Baldvin biðst afsökunar á bréfunum Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra , biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. 23. febrúar 2012 07:32 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. Í bréfunum eru berorðar kynlífslýsingar frá Jóni Baldvini, en fyrstu bréfin bárust Guðrúnu, sem er systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, þegar hún var tíu ára gömul. Síðustu bréfin bárust henni til Venesúela þegar hún var 16 og 17 ára gömul og segir Guðrún að hún hafi orðið verulega hrædd þegar þau bárust. Í þeim eru berorðar kynlífslýsingar frá Jóni Baldvini og leggur hann hart að henni að koma í heimsókn til Washington þar sem hann var sendiherra. Þá reyndi hann að fá að koma í heimsókn til hennar til Venesúela en Guðrún segir að sér hafi tekist að ljúga því að honum að skiptinemar mættu ekki fá heimsóknir. Jón Baldvin hafi trúað því. Í viðtalinu við Nýtt líf segir Guðrún að Jón Baldvin hafi dekrað hana sem barn og komið fram við hana sem prinsessu. Fyrstu bréfin sendi hann henni heim til sín þegar hún var um tíu ára og segist hún muna eftir að hafa flissað yfir þeim með systrum sínum. Þeim hafi fundist þau einkennileg. Hún segir hinsvegar að bréfin hafi farið að verða skrýtin þegar hann fór að biðja hana um að segja engum frá þeim. Þá tók hann upp á því að senda henni bréfin í skólann. Guðrún var þá í Melaskóla. Guðrún segist yfirleitt aldrei hafa svarað bréfum Jóns utan einu sinni. Þá hafi hann kvartað til baka og sagt að hún væri ekki nógu persónuleg.Brjálæðislega hrædd Árið 2001 sendir Jón bréf til Venesúela en þá var hann staddur í Tallin í Eistlandi. Guðrún segir að þá hafi hún orðið hrædd. „Í þessu bréfi talar hann um mig og hórur í sömu andrá. Í öðru bréfi lýsir hann kynlífi með konunni sinni, sem kemur mér ekkert við." Guðrún segist hafa orðið „brjálæðislega hrædd" og þá hafi hún fyrst trúað einhverjum fyrir því að þetta væri vandamál. Hún sagði skiptinemafjölskyldu sinni í Venesúela frá bréfunum. Þegar hún kom heim til Íslands fékk fjölskylda hennar að heyra af ásökunum á meintum brotum Jóns Baldvins. Guðrún segir í viðtalinu við Nýtt líf að yngri dætur Jóns hafi ávallt hamrað „á því við mig að hann væri saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Aldís, elsta dóttirin hefur reyndar staðið með mér eins og klettur." Hún ákvað að kæra Jón Baldvin til lögreglunnar en málinu lauk hinsvegar með ákvörðun ríkissaksóknara um að fella málið niður, meðal annars á þeim grundvelli að Guðrún hafi verið stödd í öðru landi þegar bréfin bárust. „Niðurstaða ríkissaksóknara, að fella málið niður, vegur jafnt þungt og veldur mér jafnmikilli reiði og málið sjálft."
Tengdar fréttir Þóra: Umfjöllunin krafðist ekki skýringa Jóns Baldvins Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs Lífs segir að umfjöllun nýjasta tölublaðsins er varðar Jón Baldvin Hannibalsson og bréfaskriftir hans til unglingsstúlku, byggi á gögnum úr lögreglumáli, meðal annars bréfum sem hann hefur gengist við að hafa ritað. Umfjöllunin hafi því að hennar mati ekki krafist viðbragða af hans hálfu. 23. febrúar 2012 09:14 "Maladomestica 10 punktar“ Blaðamaður hringdi og sagðist hafa fyrir því heimildir að á morgun (23. feb. '12), birtist viðtal í Nýju lífi, þar sem ég væri borinn alvarlegum sökum um meinta "kynferðislega áreitni" við stúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar. 23. febrúar 2012 06:00 Jón Baldvin biðst afsökunar á bréfunum Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra , biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. 23. febrúar 2012 07:32 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Þóra: Umfjöllunin krafðist ekki skýringa Jóns Baldvins Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs Lífs segir að umfjöllun nýjasta tölublaðsins er varðar Jón Baldvin Hannibalsson og bréfaskriftir hans til unglingsstúlku, byggi á gögnum úr lögreglumáli, meðal annars bréfum sem hann hefur gengist við að hafa ritað. Umfjöllunin hafi því að hennar mati ekki krafist viðbragða af hans hálfu. 23. febrúar 2012 09:14
"Maladomestica 10 punktar“ Blaðamaður hringdi og sagðist hafa fyrir því heimildir að á morgun (23. feb. '12), birtist viðtal í Nýju lífi, þar sem ég væri borinn alvarlegum sökum um meinta "kynferðislega áreitni" við stúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar. 23. febrúar 2012 06:00
Jón Baldvin biðst afsökunar á bréfunum Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra , biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. 23. febrúar 2012 07:32