Fótbolti

Krísufundur hjá Inter

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Það var krísufundur hjá ítalska félaginu Inter í dag þegar Massimo Moratti, forseti Inter, settist niður með þjálfaranum, Claudio Ranieri.

Gengi Inter hefur verið hörmulegt upp á síðkastið og liðið tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir gengið segir Ranieri ekki koma til greina að segja starfi sínu lausu.

"Við munum fara yfir málin. Ég mun reyna að komast að því í hvaða ástandi hann sé sem og liðið. Við spjölluðum um daginn þar sem ég var sannfærður um að andlegt ástand liðsins væri í lagi. Það er ekki að sjá í síðustu leikjum," sagði Moratti.

Ranieri er annar þjálfari Inter á þessari leiktíð en hann tók við liðinu af Gian Piero Gasperini eftir aðeins fimm leiki á leiktíðinni.

Svo gæti farið að Inter fái sinn þriðja þjálfara áður en leiktíðin er öll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×