Tiger byrjaði vel á Pebble Beach | Spilar með Tony Romo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2012 10:30 Tiger Woods og Tony Romo, einbeittir á svip. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Tiger náði sex fuglum í gær og var á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum en þetta mót er sérstakt af því leyti að þekktir einstaklingar fá að spila með atvinnukylfingunum. Mótið er fyrst og fremst einstaklingskeppni atvinnukylfinganna en einnig liðakeppni þar sem atvinnukylfingar og áhugamenn eru saman í liði. Tiger var í liði með Tony Romo, leikstjóranda Dallas Cowboys í NFL-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem hann tekur þátt í mótinu en tvö ár eru liðin síðan hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni. Hann spilaði vel í gær og þó svo að hann sé fimm höggum á eftir efstu mönnum var hann sáttur við sitt. „Mér gekk mjög vel að slá upphafshöggin en mér gekk heldur verr með járnin. Ég þarf að vinna betur í því. Ég skildi nokkur pútt eftir og hefði getað gert betur með fleygjárnin," sagði hann. Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Charlie Wi frá Suður-Kóreru eru jafnir og efstir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Spilað er á þremur mismunandi völlum á mótinu - Pebble Beach, Spyglass og Monterey. Golf NFL Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Tiger náði sex fuglum í gær og var á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum en þetta mót er sérstakt af því leyti að þekktir einstaklingar fá að spila með atvinnukylfingunum. Mótið er fyrst og fremst einstaklingskeppni atvinnukylfinganna en einnig liðakeppni þar sem atvinnukylfingar og áhugamenn eru saman í liði. Tiger var í liði með Tony Romo, leikstjóranda Dallas Cowboys í NFL-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem hann tekur þátt í mótinu en tvö ár eru liðin síðan hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni. Hann spilaði vel í gær og þó svo að hann sé fimm höggum á eftir efstu mönnum var hann sáttur við sitt. „Mér gekk mjög vel að slá upphafshöggin en mér gekk heldur verr með járnin. Ég þarf að vinna betur í því. Ég skildi nokkur pútt eftir og hefði getað gert betur með fleygjárnin," sagði hann. Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Charlie Wi frá Suður-Kóreru eru jafnir og efstir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Spilað er á þremur mismunandi völlum á mótinu - Pebble Beach, Spyglass og Monterey.
Golf NFL Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Sjá meira