Dortmund og Bayern München unnu bæði sigra í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Hoffenheim gerði jafntefli við Werder Bremen á útivelli, 1-1.
Dortmund er á toppnum með 46 stig en liðið vann 1-0 sigur á Leverkusen í dag með marki Shinji Kagawa í lok fyrri hálfleiks.
Mario Gomez og Thomas Müller skoruðu fyrir Bayern sem vann Kaiserslautern á heimavelli, 2-0. Bayern er í öðru sæti deildairnnar, tveimur stigum á eftir meisturunum í Dortmund.
Markus Babbel var að stýra sínum fyrsta leik með Hoffenheim eftir að hann var ráðinn í gærmorgun. Hann tók við starfinu af Holger Stanislawski.
Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Hoffenheim en er nú í láni hjá Swansea í Englandi. Hoffenheim er dottið niður í tíunda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni.
Stuttbgart gerði sér lítið fyrir og skellti Herthu Berlín á heimavelli, 5-0.
Úrslit dagsins:
Bremen - Hoffnheim 1-1
Dortmund - Leverkusen 1-0
Bayern - Kaiserslautern 2-0
Mainz - Hannover 1-1
Stuttgart - Hertha 5-0

