Bjarni segir fráleitt að hann hafi falsað skjöl 13. febrúar 2012 15:56 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga. Í DV í dag segir að umboðin hafi verið sent þann ellefta febrúar, en að viðskiptin sjálf, sem umboðin voru veitt vegna áttu hinsvegar að hafa verið gerð áttunda febrúar, eða þremur dögum áður. Bjarni segir um pólitískar árásir í sinn garð að ræða og tengir við Landsdómsmálið. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendir frá sér í dag segir hann að í vitnaskýrslu hafi hann greint frá því að hann hafi „að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. - 12. febrúar 2008." Hann segir að samkvæmt gögnum sem hann hafi í millitíðinni aflað sér megi ætla að hann hafi skrifað undir 11. eða 12 febrúar. „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opinbert í desember síðastliðnum." „Allar ásakanir um að ég hafi falsað skjöl eru fráleitar," segir Bjarni ennfremur. „Dagsetning skjalanna var forskrifuð á þau skjöl sem ég skrifaði á og endurspeglar einfaldlega vilja þeirra sem að þeim standa um að samkomulag þeirra skuli gilda frá þeim degi." Bjarni segir að þetta sé alvanalegt, „ekki síst þegar safna þarf undirskriftum frá fleiri en einum aðila á skjal. Í því er ekkert ólöglegt á nokkurn hátt. Ef grunur léki á um skjalafals hefði verið ákært fyrir slíkt brot, en því er ekki að skipta." Þá segir Bjarni: „Lánveiting þessi fór í opinbera rannsókn. Þeirri rannsókn er nú lokið. Hefur tveimur starfsmönnum Glitnis verið birt ákæra fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt. Enn hefur dómur ekki gengið í því máli." Bjarni bendir hinsvegar á að hann sjálfur hafi aldrei legið undir grun um lögbrot. „Enginn hefur verið ákærður fyrir skjalafals í tengslum við málið. Eins og ég hef margítrekað sagt hafði ég enga aðra aðkomu að málinu en þá að aðstoða hluthafa við að verða við kröfum bankans um tryggingar." Að lokum segir Bjarni að um innihaldslausar pólitískar árásir í sinn garð sé að ræða. „Augljóst er að þær eru settar fram nú fyrst og fremst í tilefni af ákveðnu þingmáli sem ég hef mælt fyrir á Alþingi." Vafningsmálið Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga. Í DV í dag segir að umboðin hafi verið sent þann ellefta febrúar, en að viðskiptin sjálf, sem umboðin voru veitt vegna áttu hinsvegar að hafa verið gerð áttunda febrúar, eða þremur dögum áður. Bjarni segir um pólitískar árásir í sinn garð að ræða og tengir við Landsdómsmálið. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendir frá sér í dag segir hann að í vitnaskýrslu hafi hann greint frá því að hann hafi „að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. - 12. febrúar 2008." Hann segir að samkvæmt gögnum sem hann hafi í millitíðinni aflað sér megi ætla að hann hafi skrifað undir 11. eða 12 febrúar. „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opinbert í desember síðastliðnum." „Allar ásakanir um að ég hafi falsað skjöl eru fráleitar," segir Bjarni ennfremur. „Dagsetning skjalanna var forskrifuð á þau skjöl sem ég skrifaði á og endurspeglar einfaldlega vilja þeirra sem að þeim standa um að samkomulag þeirra skuli gilda frá þeim degi." Bjarni segir að þetta sé alvanalegt, „ekki síst þegar safna þarf undirskriftum frá fleiri en einum aðila á skjal. Í því er ekkert ólöglegt á nokkurn hátt. Ef grunur léki á um skjalafals hefði verið ákært fyrir slíkt brot, en því er ekki að skipta." Þá segir Bjarni: „Lánveiting þessi fór í opinbera rannsókn. Þeirri rannsókn er nú lokið. Hefur tveimur starfsmönnum Glitnis verið birt ákæra fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt. Enn hefur dómur ekki gengið í því máli." Bjarni bendir hinsvegar á að hann sjálfur hafi aldrei legið undir grun um lögbrot. „Enginn hefur verið ákærður fyrir skjalafals í tengslum við málið. Eins og ég hef margítrekað sagt hafði ég enga aðra aðkomu að málinu en þá að aðstoða hluthafa við að verða við kröfum bankans um tryggingar." Að lokum segir Bjarni að um innihaldslausar pólitískar árásir í sinn garð sé að ræða. „Augljóst er að þær eru settar fram nú fyrst og fremst í tilefni af ákveðnu þingmáli sem ég hef mælt fyrir á Alþingi."
Vafningsmálið Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira