Juventus mistókst að komast í toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Parma sem var ellefu sætum neðar í töflunni fyrir leikinn.
Þetta var annað markalausa jafntefli Juventus-liðsins í röð á móti liði í neðri hlutanum en liðið gerði einnig 0-0 jafntefli á móti Siena á dögunum. Juventus hefur hinsvegar ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu en liðið er með 12 sigra og 10 jafntefli í 22 leikjum.
AC Milan er því áfram á toppnum með einu stigi meira en Juventus en Juve á reyndar enn einn leik inni. Lazio er síðan í 3. sætinu fjórum stigum á eftir Juve.
Guido Marilungo tryggði Atalanta 1-0 heimasigur á Genoa í hinum leik kvöldsins en sigurmarkið kom á 78. mínútu eða ellefu mínútum eftir að Marilungo kom inn á sem varamaður.
Juventus náði ekki að komast á toppinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn


„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti
