Vinnufélagar dómara Magnús Halldórsson skrifar 17. febrúar 2012 12:01 Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun
Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun