Sílikonbrjóstin farin að leka: "Maður er náttúrulega hræddur" 24. janúar 2012 12:16 Kolbrún Jónsdóttir fékk staðfest í gær að sílikonið væri farið að leka um allan líkamann. mynd/stöð 2 Kona með PIP-sílíkonfyllingar fékk í gær staðfest að sílíkonið væri farið að leka um líkamann. Frá því fregnir bárust af mögulegri skaðsemi fyllinganna hefur hún hvergi fengið að panta tíma í ómskoðun, en með hörku fékk hún loks að fara í skoðun. Kolbrún Jónsdóttir sagði sögu sína á Stöð 2 þann 5. janúar. Þá kom fram að hún væri með mikla verki og grunaði að púðarnir væru farnir að leka. Hún reyndi að panta tíma hjá Krabbameinsfélaginu en fékk það ekki, jafnvel þó hún vildi greiða úr eigin vasa, því samningar höfðu ekki náðst við velferðarráðuneytið. Eftir ítrekaðar tilraunir fékk hún loks tíma hjá Ottó Guðjónssyni lýtalækni í gær. „Eftir þá skoðun var tekin ákvörðun um að setja mig í sónar hjá Domus Medica í gær. Þá kom í ljós að púðinn í hægra brjósti er rofinn og frekar illa farinn," segir Kolbrún. Hún segir að í fyrstu hafi henni í raun verið létt að fá þessa staðfestingu á grun sínum. „En svo náttúrulega vakna þessar tilfinningar í gær. Púðinn er rofinn og búinn að leka í einhvern tíma, ég er búin að vera með verki aftan í baki. Hann kreisti brjóstið til að sýna mér á mynd hvað væri að gerast, og þetta var eins og æðar og það var bara sílikon sem lak. Ég varð svolítið óttaslegin. Ég veit ekki hversu stór aðgerðin verður, er þetta komið í rifbeinin eða undir holhendur?" Velferðarráðuneytið tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst við Krabbameinsfélag Íslands um ómskoðanir á konum með PIP-púða. Bréf ráðuneytisins til þessara kvenna verða send út í dag. „Maður er náttúrulega hræddur, við verðum að vera rólegur. Núna er maðurinn minn að vinna í því að koma mér undir læknishendur, því hann er virkilega hræddur," segir Kolbrún að lokum. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Kona með PIP-sílíkonfyllingar fékk í gær staðfest að sílíkonið væri farið að leka um líkamann. Frá því fregnir bárust af mögulegri skaðsemi fyllinganna hefur hún hvergi fengið að panta tíma í ómskoðun, en með hörku fékk hún loks að fara í skoðun. Kolbrún Jónsdóttir sagði sögu sína á Stöð 2 þann 5. janúar. Þá kom fram að hún væri með mikla verki og grunaði að púðarnir væru farnir að leka. Hún reyndi að panta tíma hjá Krabbameinsfélaginu en fékk það ekki, jafnvel þó hún vildi greiða úr eigin vasa, því samningar höfðu ekki náðst við velferðarráðuneytið. Eftir ítrekaðar tilraunir fékk hún loks tíma hjá Ottó Guðjónssyni lýtalækni í gær. „Eftir þá skoðun var tekin ákvörðun um að setja mig í sónar hjá Domus Medica í gær. Þá kom í ljós að púðinn í hægra brjósti er rofinn og frekar illa farinn," segir Kolbrún. Hún segir að í fyrstu hafi henni í raun verið létt að fá þessa staðfestingu á grun sínum. „En svo náttúrulega vakna þessar tilfinningar í gær. Púðinn er rofinn og búinn að leka í einhvern tíma, ég er búin að vera með verki aftan í baki. Hann kreisti brjóstið til að sýna mér á mynd hvað væri að gerast, og þetta var eins og æðar og það var bara sílikon sem lak. Ég varð svolítið óttaslegin. Ég veit ekki hversu stór aðgerðin verður, er þetta komið í rifbeinin eða undir holhendur?" Velferðarráðuneytið tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst við Krabbameinsfélag Íslands um ómskoðanir á konum með PIP-púða. Bréf ráðuneytisins til þessara kvenna verða send út í dag. „Maður er náttúrulega hræddur, við verðum að vera rólegur. Núna er maðurinn minn að vinna í því að koma mér undir læknishendur, því hann er virkilega hræddur," segir Kolbrún að lokum.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira