Ágreiningur blasir við vegna tillagna stjórnlagaráðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 18:55 Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Sjá meira
Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Sjá meira