Ágreiningur blasir við vegna tillagna stjórnlagaráðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 18:55 Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Sjá meira
Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Sjá meira