Guðmundur Pétursson gítarleikari heldur tónleika á Bakkus Bar í Tryggvagötu á morgun, miðvikudag. Með honum leika Pétur Ben á gítar og selló, Styrmir Haukson á hljóðgerfla og slagverk, Valdi Kolli á bassa og Kristinn Agnarsson á trommur.
Guðmundur mun leika efni af plötunni Elabórat sem kom út fyrir jól og hefur nú þegar hlotið lofsamlega gagnrýni. Meðal annars gaf Trausti Júlíusson gagnrýnandi henni fjórar stjörnu og kallaði hana framsækið og flott verk í dómi í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Hlekk á dóminn má finna fyrir neðan.
Tónleikarnir á Bakkus hefjast klukkan 22. Nánari upplýsingar má finna á viðburðarsíðu þeirra á Facebook.
GP! Band á Bakkus

Tengdar fréttir

Framsækin og blæbrigðarík
Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu.