Forstjóri Icelandair Group segir engin rök fyrir því að færa völlinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2012 10:12 Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54