Forstjóri Icelandair segir Inspired by Iceland hafa skipt sköpum Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2012 20:04 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að markaðsherferðin Inspired by Iceland, sem ráðst var í eftir að gosinu í Eyjafallajökli lauk, hafi skipt sköpum til að rétta af ferðamannaiðnaðinn eftir áfallið sem dundi yfir með gosinu. Hann segir að hrun hafi blasað við í bókunum á ferðum til Íslands áður en ráðist var í herferðina og hrósar ríkisstjórninni fyrir að taka vel á málinu. Þetta kom fram í viðtali við Björgólf í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það var skelfileg staða þegar þetta var að ganga yfir, en við fórum heldur betur á kortið og sem betur fer var farið af stað í beinu framhaldi í töluvert mikla markaðssókn (Inspired by Iceland) sem ég held að hafi skilað gríðarlega miklu. Það er mjög erfitt að mæla það í krónum, en ég held að við getum klárlega sagt að það blasti við hrun í bókunum og fleiru eftir að gosinu lauk, upp úr 20. maí 2010, við urðum að keyra svona í gang. Og ég held að þessi herferð hafi bjargað rosalega miklu og ríkisstjórnin á mikið hrós skilið fyrir það. Þetta skipti algjörlega sköpum að mínu mati," segir Björgólfur.Björgólfur Jóhannsson var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu.Sjá má klippu úr Klinkinu hér að ofan þar sem Björgólfur ræðir afleiðingar gossins í Eyjafjallajökli og jákvæð áhrif markaðsherferðar sem ráðist var í í kjölfar gossins. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Forstjóri Icelandair Group segir engin rök fyrir því að færa völlinn Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. 19. janúar 2012 10:12 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að markaðsherferðin Inspired by Iceland, sem ráðst var í eftir að gosinu í Eyjafallajökli lauk, hafi skipt sköpum til að rétta af ferðamannaiðnaðinn eftir áfallið sem dundi yfir með gosinu. Hann segir að hrun hafi blasað við í bókunum á ferðum til Íslands áður en ráðist var í herferðina og hrósar ríkisstjórninni fyrir að taka vel á málinu. Þetta kom fram í viðtali við Björgólf í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það var skelfileg staða þegar þetta var að ganga yfir, en við fórum heldur betur á kortið og sem betur fer var farið af stað í beinu framhaldi í töluvert mikla markaðssókn (Inspired by Iceland) sem ég held að hafi skilað gríðarlega miklu. Það er mjög erfitt að mæla það í krónum, en ég held að við getum klárlega sagt að það blasti við hrun í bókunum og fleiru eftir að gosinu lauk, upp úr 20. maí 2010, við urðum að keyra svona í gang. Og ég held að þessi herferð hafi bjargað rosalega miklu og ríkisstjórnin á mikið hrós skilið fyrir það. Þetta skipti algjörlega sköpum að mínu mati," segir Björgólfur.Björgólfur Jóhannsson var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu.Sjá má klippu úr Klinkinu hér að ofan þar sem Björgólfur ræðir afleiðingar gossins í Eyjafjallajökli og jákvæð áhrif markaðsherferðar sem ráðist var í í kjölfar gossins. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Forstjóri Icelandair Group segir engin rök fyrir því að færa völlinn Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. 19. janúar 2012 10:12 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54
Forstjóri Icelandair Group segir engin rök fyrir því að færa völlinn Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. 19. janúar 2012 10:12