Þýska stórliðið Bayern Munchen er á leið til Indlands þar sem það mun mæta indverska landsliðinu í æfingaleik þann 12. janúar næstkomandi. Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger er afar spenntur fyrir ferðinni og þegar byrjaður að pakka.
"Ég get ekki beðið eftir að kynnast ástríðunni sem Indverjar hafa fyrir fótbolta. Ég veit að Indland var stórveldi fyrir rúmum 50 árum og ég vil vita hvað gerðist eftir það," sagði þýski miðjumaðurinn.
"Ef fleiri stórlið koma til Indlands á næstu árum þá mun það auka knattspyrnuáhugann í landinu," sagði Schweini en Indverjar eru mun hrifnari af krikket.
Schweinsteiger bíður spenntur eftir því að koma til Indlands

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn