Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2012 18:30 Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira