Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið í frábæru formu fyrir þýska félagið Schalke í vetur og í kjölfarið hefur hann verið orðaður við hin ýmsu félög.
Sjálfur er hann hæstánægður hjá Schalke og stefnir að því að vera áfram hjá félaginu.
"Ég er ekki byrjaður að ræða við Schalke en það myndi gleðja mig mikið ef félagið myndi bjóða mér nýjan samning. Ég vil ná árangri með þessu liði og vonandi verð ég hérna sem lengst," sagði Huntelaar.
Huntelaar hefur skorað 15 mörk í 16 leikjum í vetur.
Huntelaar er hæstánægður hjá Schalke

Mest lesið

Hrókeringar í markmannsmálum Man City
Enski boltinn

Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR
Íslenski boltinn






Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn

