Forstjóri Haga: Enginn á þingi ber hagsmuni neytenda fyrir brjósti Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 20:00 Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna. Um nokkra hríð hafa Samtök verslunar og þjónustu staðið í deilum við stjórnvöld vegna ólögmætrar tollálagningar á aðfluttar landbúnaðarafurðir. Samtökin telja að þegar Jón Bjarnason hafi tekið við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tollar hækkað upp úr öllu valdi, Jón hafi sett á ólöglega verðtolla í stað magntolla sem hafi leitt til þess að stórlega hafi dregið úr innflutningi. Fram kemur í skráningarlýsingu Haga í Kauphöll að vegna takmarkana á innflutningi og hárrar skattlagningar á innfluttar landbúnaðarafurðir sé staða þeirra birgja sem sjá Högum fyrir landbúnaðarvörum sérlega sterk, en innlendar landbúnaðarvörur eru um 40-45 prósent af matarkörfu heimilanna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Finnur sagði kjötverðshækkanir undanfarin misseri væru vegna hárra tolla á innfluttar afurðir, en þessar hækkanir væru langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „Það er alveg ljóst að í þessari umræðu sem kom fram um kjötverð, við settum fram dæmi sem sýndi að hækkanir á kjöti hækkaðu skuldir heimilanna vegna þess að þetta hefur áhrif á verðtryggingu og margt annað. Það var enginn þingmaður sem hafði nokkurn áhuga á þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar horft er á neytendur, það eru ekki margir sem vilja taka upp þeirra málstað," segir Finnur. Finnur segist sannfærður um að ef frjálsræði yrði aukið í verslun með kjötvörur myndi það styrkja innlendan landbúnað, rétt eins og gerðist hjá grænmetisbændum. Finnur segist hins vegar ekki sjá nokkra stefnubreytingu í þessum efnum. Engir stjórnmálamenn taki upp hanskann fyrir neytendur. „Þeir eru afgangsstærð. Við bendum á þessa hluti ítrekað en tölum fyrir daufum eyrum. Það er mjög einfalt." Það eru sérhagsmunirnir sem ráða? „Já, það er verið að vernda sérhagsmuni og það er gert á kostnað heimilanna." Viðtalið við Finn í heild sinni í nýjasta þættinum af Klinkinu má nú finna á viðskiptavef Vísis. Klinkið Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Sjá meira
Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna. Um nokkra hríð hafa Samtök verslunar og þjónustu staðið í deilum við stjórnvöld vegna ólögmætrar tollálagningar á aðfluttar landbúnaðarafurðir. Samtökin telja að þegar Jón Bjarnason hafi tekið við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tollar hækkað upp úr öllu valdi, Jón hafi sett á ólöglega verðtolla í stað magntolla sem hafi leitt til þess að stórlega hafi dregið úr innflutningi. Fram kemur í skráningarlýsingu Haga í Kauphöll að vegna takmarkana á innflutningi og hárrar skattlagningar á innfluttar landbúnaðarafurðir sé staða þeirra birgja sem sjá Högum fyrir landbúnaðarvörum sérlega sterk, en innlendar landbúnaðarvörur eru um 40-45 prósent af matarkörfu heimilanna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Finnur sagði kjötverðshækkanir undanfarin misseri væru vegna hárra tolla á innfluttar afurðir, en þessar hækkanir væru langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „Það er alveg ljóst að í þessari umræðu sem kom fram um kjötverð, við settum fram dæmi sem sýndi að hækkanir á kjöti hækkaðu skuldir heimilanna vegna þess að þetta hefur áhrif á verðtryggingu og margt annað. Það var enginn þingmaður sem hafði nokkurn áhuga á þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar horft er á neytendur, það eru ekki margir sem vilja taka upp þeirra málstað," segir Finnur. Finnur segist sannfærður um að ef frjálsræði yrði aukið í verslun með kjötvörur myndi það styrkja innlendan landbúnað, rétt eins og gerðist hjá grænmetisbændum. Finnur segist hins vegar ekki sjá nokkra stefnubreytingu í þessum efnum. Engir stjórnmálamenn taki upp hanskann fyrir neytendur. „Þeir eru afgangsstærð. Við bendum á þessa hluti ítrekað en tölum fyrir daufum eyrum. Það er mjög einfalt." Það eru sérhagsmunirnir sem ráða? „Já, það er verið að vernda sérhagsmuni og það er gert á kostnað heimilanna." Viðtalið við Finn í heild sinni í nýjasta þættinum af Klinkinu má nú finna á viðskiptavef Vísis.
Klinkið Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Sjá meira