Skuldsett vegna ónýtra sílíkonpúða 8. janúar 2012 20:30 Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum." PIP-brjóstapúðar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum."
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira