Einn stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda vildi kaupa Aurum Holdings Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2012 18:48 Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið. Málið snýst um sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons upp á sex milljarða króna í júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings af Fons, en lánveitingin til FS-38 ehf. er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi sérstökum saksóknara í október sl. og fréttastofan hefur undir höndum vísar hann til þess að embættið hafi nú þegar undir höndum gögn sem sýni að skrifað var undir óbindandi samkomulag, svokallað „Head of Terms" við Damas, einn stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, um kaup Damas á hlutabréfunum í Aurum hinn 14. júní 2008, áður en FS38 ehf. fékk lán hjá Glitni til að kaupa bréfin, en rannsóknin snýr að meintu yfirverði sem greitt var þegar Glitnir lánaði 6 milljarða króna fyrir 30 prósenta hlut í Aurum Holdings. Viðræður við Damas hafi staðið yfir fram í fyrstu vikuna í október er þeim var slitið vegna erfiðleika á alþjóðlegum á fjármálamörkuðum.Jón Ásgeir sendi sérstökum saksóknara bréf í október sl. þar sem hann fer fram á að sá hluti rannsóknarinnar á Aurum-málinu sem snýr að sér verði felldur niður.Þá vitnar Jóns Ásgeir til skýrslu fyrirtækisins Cavendish í aðdraganda söluferlis Aurum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans í dag, en áætlað var að heildarsöluverð Aurum væri á bilinu 180-220 milljónir punda, jafnvirði allt að 42 milljarða króna. Þá er einnig vitnað til fréttar breska dagblaðsins Times þar sem fram kemur að Aurum Holdings sé 200 milljóna punda virði. Allt tal um refsivert athæfi sé því með öllu fráleitt. Þá kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs að í yfirheyrslu yfir honum frá sumrinu 2011 hafið komið fram sú afstaða sérstaks saksóknara að samkomulagið við Damas hafi verið „uppdiktað skjal" gert í tengslum við lánið til FS-38 í þeim tilgangi að hafa fé út úr Glitni. Jón Ásgeir segir að nú hafi verið lögð fram gögn og upplýsingar sem sýni að svo var ekki. Á þeim grundvelli sé gerð krafa um að málið verði fellt niður. Þess má geta að eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið. Málið snýst um sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons upp á sex milljarða króna í júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings af Fons, en lánveitingin til FS-38 ehf. er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi sérstökum saksóknara í október sl. og fréttastofan hefur undir höndum vísar hann til þess að embættið hafi nú þegar undir höndum gögn sem sýni að skrifað var undir óbindandi samkomulag, svokallað „Head of Terms" við Damas, einn stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, um kaup Damas á hlutabréfunum í Aurum hinn 14. júní 2008, áður en FS38 ehf. fékk lán hjá Glitni til að kaupa bréfin, en rannsóknin snýr að meintu yfirverði sem greitt var þegar Glitnir lánaði 6 milljarða króna fyrir 30 prósenta hlut í Aurum Holdings. Viðræður við Damas hafi staðið yfir fram í fyrstu vikuna í október er þeim var slitið vegna erfiðleika á alþjóðlegum á fjármálamörkuðum.Jón Ásgeir sendi sérstökum saksóknara bréf í október sl. þar sem hann fer fram á að sá hluti rannsóknarinnar á Aurum-málinu sem snýr að sér verði felldur niður.Þá vitnar Jóns Ásgeir til skýrslu fyrirtækisins Cavendish í aðdraganda söluferlis Aurum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans í dag, en áætlað var að heildarsöluverð Aurum væri á bilinu 180-220 milljónir punda, jafnvirði allt að 42 milljarða króna. Þá er einnig vitnað til fréttar breska dagblaðsins Times þar sem fram kemur að Aurum Holdings sé 200 milljóna punda virði. Allt tal um refsivert athæfi sé því með öllu fráleitt. Þá kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs að í yfirheyrslu yfir honum frá sumrinu 2011 hafið komið fram sú afstaða sérstaks saksóknara að samkomulagið við Damas hafi verið „uppdiktað skjal" gert í tengslum við lánið til FS-38 í þeim tilgangi að hafa fé út úr Glitni. Jón Ásgeir segir að nú hafi verið lögð fram gögn og upplýsingar sem sýni að svo var ekki. Á þeim grundvelli sé gerð krafa um að málið verði fellt niður. Þess má geta að eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30